22.5.2015 | 20:28
ljóð til arnars
í dag á mikill meistari afmæli arnar björnsson, ég hef unnið með honum og þegar ég kom uppá íþróttadeild 365 og hitti hann þá hugsaði ég þessi maður er með góða nærveru og að þessu tilefni ákvað ég að hnoða í eitt ljóð fyrir hann
Ef leikur þig aldurinn, ljúflingur, grátt
er langbest að snúast til varnar:
Horfa á Leeds eða henda í þátt
Til hammó með ammó, Arnar!
Um bloggið
Þröstur Elvar Ákason
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Melódískt, sem sé fínn kliður í þessu, þótt í gamansömum anda sé, og vitnar um hæfileika þína í þessu, Þröstur. Endilega haltu áfram að yrkja. Hvað þú GETUR, kemur ekki í ljós fyrr en þú hefur lifað miklu fleiri ár, lesið mikið af ljóðum, ort margar vísurnar og alls kyns form og formleysu, en líka þetta: eignazt enn meiri lífsreynslu en nú þegar, upplifað ljós og skugga og gott líf og samverustundir og þroskazt af því, en einnig náð enn meiri málþroska, vídd og dýpt í tjáninguna á því sviði. Og láttu þolinmæðina vinna með þér; ljóð gerjast, og það er ekkert að því, að þau séu hálfköruð marga daga eða mánuði, andinn heimsækir mann oft seinna. Um 25 ára til þrítugs gætirðu þá verið orðinn hörkufínn, enda maður sem gefst aldrei upp.
-- Blessi þig.
Jón Valur Jensson, 1.6.2015 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.